Hljómsveit Jóns Ástvaldar Hall Jónssonar (um 1985)

Bílddælingurinn Jón Ástvaldur Hall Jónsson starfrækti á níunda áratugnum ballhljómsveit í sínu nafni, sem sérhæfði sig nokkuð í að leika gömul íslensk lög en slíkt var ekkert endilega í tísku á þeim  tíma. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær þessi hljómsveit starfaði á Bíldudal en auk Jóns Ástvalds sem lék á hljómborð og gítar í sveitinni,…

Kvartettinn og Kristján (1957-62)

Kvartettinn og Kristján (eða HGH kvartettinn og Kristján eins og hún var einnig nefnd) starfaði á Bíldudal á sjötta og sjöunda áratugnum en hún hafði áður gengið undir nafninu HGH tríóið. Það voru þeir Jón Ástvaldur Hall Jónsson gítarleikari, Hreiðar Jónsson harmonikkuleikari og Guðbjörn Jónsson trommuleikari sem höfðu skipað tríóið en þegar Guðmundur R. Einarsson…

HGH tríóið [1] (1955-57)

HGH tríóið hefur sögulegu hlutverki að gegna í menningarsögu Bílddælinga en sveitin var fyrsta hljómsveitin sem starfaði í þorpinu. Ekki er alveg á hreinu hvenær HGH tríóið byrjaði að spila saman en hugsanlega var það árið 1955, jafnvel fyrr – það voru þeir bræður Hreiðar harmonikkuleikari og Guðbjörn trommuleikari Jónssynir og Jón Ástvaldur Hall Jónsson…