Við sem fljúgum [2] (1989-90)

Hljómsveitin Við sem fljúgum var ballsveit sem starfaði í Vestmannaeyjum veturinn 1989-90. Meðlimir hennar voru Þórarinn Ólason söngvari, Birkir Huginsson saxófónleikari, Óskar Sigurðsson trommuleikari, Pétur Erlendsson gítarleikari, Jón Kristinn Snorrason bassaleikari og Hersir Sigurgeirsson hljómborðsleikari. Sigurður Ómar Hreinsson var líklega fyrsti trymbill sveitarinnar en Óskar tók við af honum. Stór hluti sveitarinnar starfaði síðar með…

Ímynd [1] (1984-86)

Hljómsveitin Ímynd var starfrækt í Vestmannaeyjum að minnsta kosti á árunum 1984 til 86. Árið 1984 voru Óskar Sigurðsson trommuleikari, Sigurjón Andrésson bassaleikari, Pétur Erlendsson gítarleikari og Jón Kristinn Snorrason meðlimir sveitarinnar en ekki liggur fyrir hvort einhverjar mannabreytingar urðu innan hennar.