Smile (1968)
Hljómsveit að nafni Smile var meðal keppnissveita í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíðinni í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1968, engar sögur fara af gengi sveitarinnar í keppninni en hún lék eitthvað meira opinberlega þetta sumar, m.a. í Iðnó. Meðlimir Smile, sem var úr Garðahreppi (síðar Garðabæ) voru þeir Gunnar Magnússon söngvari, Hermann Gunnarsson gítarleikari, Meyvant…
