Hljómsveit Jóns Tynes (1962)

Hljómsveit Jóns Tynes lék á skátadansleik sem haldinn var í félagsheimili Ungtemplara að Jaðri ofan við Elliðavatn sumarið 1962. Sveitin var að öllum líkindum skipuð ungum tónlistarmönnum úr röðum skáta en Jón Tynes hljómsveitarstjóri var 17 ára gamall. Ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri Jón lék en hann gæti jafnframt hafa sungið í hljómsveitinni, upplýsingar…

Sexin (1963-64)

Hljómsveitin Sexin starfaði veturinn 1963-64 og mun mestmegnis hafa spilað í Silfurtunglinu. Meðlimir hennar voru Jón Tynes [bassaleikari?], Magnús Eiríksson gítarleikari, Jón Lýðsson trommuleikari, Guðni Pálsson saxófónleikari, Eyjólfur Melsteð trompetleikari og Guðmundur Frímannsson sem líklega lék á gítar, allir fremur ungir að árum. Vorið 1964 var auglýst sérstaklega að sveitin léki lög með Beatles.