Maskínan (1991)

Hljómsveit Maskínan frá Akureyri starfaði 1991 og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar þá um vorið. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Jón Árnason gítarleikari, Valur Halldórsson söngvari og trommuleikari (Amma Dýrunn, Bylting), Sumarliði Helgason bassaleikari (Bylting, Hvanndalsbræður) og Halldór Stefánsson gítarleikari. Maskínan komst ekki í úrslit tilraunanna og varð líklega ekki langlíf.

Afmælisbörn 27. júní 2019

Afmælisbörnin í dag eru þrjú talsins og eru þessi: Hallberg Daði Hallbergsson er tuttugu og níu ára í dag en hann var gítarleikari hljómsveitarinnar Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir vorið 2005. Jakobínarína fór víða um lönd eftir sigurinn en lítið hefur farið fyrir Hallberg eftir að sveitin hætti störfum í ársbyrjun 2008. Hann hefur þó starfrækt…

Drekkum það dry (1987)

Hljómsveitin Drekkum það dry starfaði á Akureyri 1987. Meðlimir sveitarinnar voru Stefán Brynjarsson söngvari, Jón Árnason gítarleikari, Þorvaldur Egilsson bassaleikari og Axel (Flex) Árnason trommuleikari. Allar nánari upplýsingar vantar en hugsanlega var þessi sveit enn starfandi 1989.

Raybees (1996-97)

Rokkhljómsveitin Raybees kvað sér hljóðs 1996, boðaði frumsamið efni en hvarf í ársbyrjun 1997. Snorri Snorrason söngvari, Örvar Omri Ólafsson gítarleikari, Jón Árnason gítarleikari, Brynjar Brynjólfsson bassaleikari og Óskar Ingi Gíslason trommuleikari skipuðu Raybees.

Jón Árnason frá Syðri-Á – Efni á plötum

Jón Árnason frá Syðri-Á – Kleifaball: Jón Árnason á Syðri-Á leikur gömlu dansana Útgefandi: Stúdíó Bimbó Útgáfunúmer: SB 006 Ár: 1984 1. Jealousy 2. Frösöminder 3. Aflakóngurinn 4. Dalahambo 5. Brokk 6. Ljósbrá 7. Beautiful days 8. An der Waterkant 9. Skandinavískur vals 10. Ég veit þú kemur 11. Dansað í holti 12. Á kvöldvökunni 13.…