Kammerjazzsveitin (1977)

Kammerjazzsveitin starfaði 1977, þá tók hún upp efni í útvarpssal Ríkisútvarpsins en það efni var að einhverju leyti notað á plötunni Jazz í 30 ár, sem gefin var út Gunnari Ormslev til heiðurs. Meðlimir sveitarinnar voru Viðar Alfreðsson trompetleikari, Alfreð Alfreðsson trommuleikari, Gunnar Reynir Sveinsson víbrafónleikari, Helgi E. Kristánsson kontrabassaleikari og svo Gunnar Ormslev sjálfur…