Hypno (2009-14)

Tónlistarmaðurinn Kári Guðmundsson samdi og sendi frá sér tónlist um nokkurra ára skeið fyrr á þessari öld undir nafninu Hypno. Tónlist Hypno var svokölluð dubstep hip hop tónlist en hann hafði verið að semja tónlist í nokkur ár árið 2009 þegar hann kom fyrst fram undir þessu nafni aðeins sextán ára gamall. Þá um sumarið…

Hyperboreans (2015)

Hyperboreans var dúett raftónlistarmannanna Kára Guðmundssonar og Sigurðar H. Blöndal en þeir komu eilítið fram opinberlega vorið 2015 undir þessu nafni á skemmtistaðnum Palóma. Um svipað leyti áttu þeir félagar lagið Bláfjöll á safnplötunum Nonyobiz Compilation Volume One og Nonyobiz Promo CD, sem útgáfufyrirtæki Kára Nonoybiz records gaf út. Svo virðist sem þeir hafi aðeins…

Haraldur (2007)

Hljómsveit frá Selfossi gekk undir nafninu Haraldur, hún starfaði fyrr á þessari öld og lék það sem skilgreint hefur verið sem amerískt háskólarokk. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kári Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Sveinn Steinsson bassaleikari og Ásgeir Hólm Júlíusson trommuleikari. Þannig skipuð fór Haraldur í Músíktilraunir 2004 og 2007 en komst ekki áfram í úrslit…