Hljómsveit Hótel Heklu (1928-30)

Húshljómsveitir, líklega þrjár eða fjórar talsins störfuðu á Hótel Heklu sem staðsett var við Lækjartorg, í kringum 1930. Upplýsingar um þær sveitir eru þó afar takmarkaðar. Fyrst virðist hafa starfað hljómsveit á Hótel Heklu árið 1928 en um var að ræða sveit sem lék það sem kallað var kaffihúsatónlist auk þess að leika fyrir dansi…

Hljómsveit Hótel Íslands (1924-42)

Hljómsveitir sem léku á Hótel Íslandi sem staðsett var á horni Aðalstrætis og Austurstrætis (þar sem nú er Ingólfstorg) settu svip sinn á reykvískt tónlistarlíf en hótelið starfaði á árunum 1882 til 1944 þegar það brann til kaldra kola á örskammri stundu. Eftir því sem heimildir herma léku hljómsveitir léttklassíska tónlist síðari part dags og…

Hljómsveit Carls Billich (1937-40 / 1947-57)

Hljómsveitir Carls Billich voru margar en segja má að tvær þeirra hafi haft hvað lengstan starfsaldur, aðrar sveitir í hans nafni virðast flestar vera settar saman fyrir verkefni eins og tónleika og leiksýningar, jafnvel fyrir stöku plötuupptökur en hljómsveitir í nafni Carls léku inn á fjölmargar hljómplötur á sjötta áratugnum. Austurríski píanóleikarinn Carl Billich kom…