Karlakórinn Hljómur (1983)
Karlakórinn Hljómur mun hafa verið starfræktur í Dalasýslu árið 1983 og jafnvel lengur. Kórinn söng á safnplötunni Vor í Dölum sem kom út það ár en engar aðrar heimildir er að finna um hann, líklega hefur hann því verið stofnaður eingöngu fyrir þetta tiltekna verkefni. Hljómur átti sex lög á Vor í Dölum, platan hlaut…
