Karlakórinn Víkingar [1] (1945-60)

Litlar upplýsingar finnast um Karlakórinn Víkinga sem starfaði um miðja síðustu öld í Garðinum – hugsanlegt er að kórinn hafi borið nafnið Karlakórinn Víkingur. Vitað er að kórinn starfaði 1945 og 1960, og að sr. Eiríkur Brynjólfsson á Útskálum stjórnaði honum um tíma. Annað liggur ekki fyrir um þennan kór.