Hljómsveitakeppni Kompanísins [tónlistarviðburður] (1999-2001)

Hljómsveitakeppnir voru haldnar í tvígang að minnsta kosti í félagsmiðstöðinni Kompaníinu á Akureyri í kringum aldamótin, sú félagsmiðstöð hafði þá verið starfandi áður um árabil undir nafninu Dynheimar en hafði hlotið sitt nýja nafn árið 1998. Fyrri Hljómsveitakeppni Kompanísins var haldið vorið 1999 en þá voru að minnsta kosti sjö hljómsveitir skráðar til leiks, engar…