Hljómsveit Sveins Ingasonar (1968)

Hljómsveit Sveins Ingasonar á Sauðárkróki starfaði í nokkra mánuði að minnsta kosti, árið 1968 en Sveinn var þá um tvítugt. Sjálfur lék Sveinn Ingason á gítar í sveitinni (gæti einnig hafa leikið á trompet) en aðrir meðlimir sveitar hans voru Bjarni Jónsson [?], Kristján Þór Hansen trommuleikari, Valgeir Steinn Kárason [?] og gamli reynsluboltinn Haukur…

Hljómsveit Jóns Gíslasonar (2012)

Hljómsveit Jóns Gíslasonar starfaði um skeið innan Félags harmonikuunnenda í Skagafirði. Ekki liggur fyrir hversu lengi þessi sveit starfaði en sumarið 2012 voru meðlimir hennar Jón Gíslason hljómsveitarstjóri og harmonikkuleikari, Guðmundur Ragnarsson bassaleikari, Stefán Gíslason harmonikku- og píanóleikari og Kristján Þór Hansen trommuleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa hljómsveit.