Kuml [1] (1995-98)

Pönksveitin Kuml starfaði um nokkurra ára skeið undir lok síðustu aldar, nokkur lög komu út með sveitinni á safnplötu nokkru eftir að hún hætti störfum. Kuml var stofnuð á fyrstu mánuðum ársins 1995 og kom líklega fram í fyrsta sinn þá um vorið opinberlega en spilaði töluvert mikið á tónleikum næstu þrjú árin og var…

Kuml [2] (1995-97)

Hljómsveit starfaði undir nafninu Kuml einhvers staðar á Austfjörðum veturinn 1995 til 1996, og hugsanlega fram til ársins 1997. Meðlimir sveitarinnar voru þau Ari Einarsson gítarleikari, Bragi Þorsteinsson trommuleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari, Margrét L. Þórarinsdóttir söngkona og Stefán Víðisson bassaleikari. Heimildir um þessa sveit eru afar takmarkaðar og því er óskað eftir frekari upplýsingum um…