Lalli og ljósastauragengið (1986)

Hljómsveitin Lalli og ljósastauragengið mun hafa verið starfrækt 1986 en það haustið tók sveitin þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Sveitin komst ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ingólfur Sigurðsson trommuleikari (SSSól, Greifarnir o.fl.), Kolbeinn Einarsson gítarleikari (Rauðir fletir o.fl.), Guðlaugur Guðmundsson bassaleikari (Blátt áfram o.fl.) og Ingimar Bjarnason söngvari (Örkuml, Ástríkur í helvíti o.fl.).