Hljómsveit Tage Möller (1938-40 / 1944-50)
Píanóleikarinn Tage Möller starfrækti tvívegis hljómsveitir í eigin nafni, annars vegar við upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari en hins vegar við lok styrjaldarinnar og eftir hana. Hljómsveit Tage Möller hin fyrri var líklega nær einvörðungu tengd alþýðuflokknum og verkalýðshreyfingunni en sveitin lék bæði á skemmtunum og dansleikjum tengt 1. maí hátíðarhöldum en einnig á uppákomum alþýðuflokksfélags Reykjavíkur…

