Foli og flippararnir (1989)
Reykvísk hljómsveit sem tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar vorið 1989. Meðlimir sveitarinnar voru þau Haraldur Leonhardsson trommuleikari, Árni Heiðar Pálmason gítarleikari, Sigurður Sveinsson söngvari, Þorgerður Óskarsdóttir söngkona, Guðni [?] hljómborðsleikari og Gunnar Freyr Jóhannsson bassaleikari.
