Hulda [1] (1881-1946)
Skáldkonan Unnur Benediktsdóttir Bjarklind (Hulda) samdi fjöldann allan af ljóðum sem samin hafa verið lög við, bæði í hennar samtíma en einkum þó síðar – Hver á sér fegra föðurland og Lindin eru líkast til þekktust þeirra. Unnur Benediktsdóttir fæddist sumarið 1881 í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst upp á menningarheimili þar sem hún komst…

