Magnium (1999)

Hljómsveitin Magnium (Magníum) úr Garðabæ keppti haustið 1999 í hljómsveitakeppninni Rokkstokk. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu þessa sveit, hversu lengi hún starfaði eða nokkuð annað sem viðkemur henni. Magnium vakti ekki mikla athygli í Rokkstokk keppninni en átti í kjölfarið lag á safnplötunni Rokkstokk 1999.