Mín [1] (1973)

Hljómsveitin Mín starfaði árið 1973, lék þá á Hótel Borg en ekki finnast neinar haldbærar heimildir um þessa sveit, meðlima- eða hljóðfæraskipan hennar. Glatkistan óskar því eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Mín [2] (1988)

Hljómsveitin Mín spilaði í nokkur skipti á skemmtistaðnum Hollywood vorið 1988 en ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin starfaði. Meðlimir hennar voru Guðlaugur Pálsson trommuleikari, Atli Viðar Jónsson bassaleikari og söngvari, Sigurður Hafsteinsson gítarleikari og söngvari og Pétur Hreinsson hljómborðsleikari.