Munkar (1991)
Hljómsveitin Munkar er frá Keflavík, starfandi 1991. Þá var sveitin skipuð þeim Birni Árnasyni bassaleikara, Veigari Margeirssyni hljómborðs- og trompetleikara, Ara Daníelssyni saxófónleikara og Helga Víkingssyni trommuleikara. Það sama ár, 1991, átti sveitin lag á safnplötunni Húsið sem gefin var út til styrktar Krýsuvíkursamtökunum. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Munka.
