Nafnlausa hljómsveitin [2] (1987)

Á Akureyri var starfandi hljómsveit undir nafninu Nafnlausa hljómsveitin árið 1987 og lék hún m.a. á skemmtun tengdri afmæli Akureyrarbæjar um sumarið. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar norðlensku sveitar.

Nafnlausa hljómsveitin [3] (1993)

Engar upplýsingar er að finna um Nafnlausu hljómsveitina sem lék á fjölskylduskemmtun á Kirkjubæjarklaustri á þjóðhátíðardaginn 1993, hún gæti líklega hafa verið af svæðinu. Allar upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Nafnlausa hljómsveitin [4] (2000)

Nafnlausa hljómsveitin starfaði á Akureyri árið 2000. Þetta mun hafa verið sjö manna band sem innihélt tvær söngkonur, Hrönn Sigurðardóttir og Svava Friðriksdóttir önnuðust þann þátt en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi Nafnlausu hljómsveitarinnr.

Nafnlausa hljómsveitin [5] (2005)

Nafnlausa hljómsveitin starfaði á höfuðborgarsvæðinu árið 2005. Meðlimir þessarar sveitar voru Sváfnir Sigurðarson, Kjartan Guðnason, Haraldur Vignir Sveinbjörnsson, Þórir Jóhannsson og Sigurgeir Sigmundsson. Engar upplýsingar finnast um hljóðfæraskipan meðlima sveitarinnar.