Kuml [1] (1995-98)

Pönksveitin Kuml starfaði um nokkurra ára skeið undir lok síðustu aldar, nokkur lög komu út með sveitinni á safnplötu nokkru eftir að hún hætti störfum. Kuml var stofnuð á fyrstu mánuðum ársins 1995 og kom líklega fram í fyrsta sinn þá um vorið opinberlega en spilaði töluvert mikið á tónleikum næstu þrjú árin og var…

Hound dog tríóið (2003)

Hound dog tríóið (kallað Handdogstríóið Elvis í fjölmiðlum) var hljómsveit sem starfaði sumarið 2003 og lék þá víða á höfuðborgarsvæðinu á stöðum eins og Champion‘s café og Celtic Cross en einnig úti á landsbyggðinni s.s. á Selfossi og Hellu. Meðlimir Hound dog tríósins voru Elvis-eftirherman Jósef Ólason söngvari, Hjörtur Geirsson bassaleikari og Númi Björnsson gítarleikari.

Jerkomaniacs (1999)

Einu upplýsingar sem liggja fyrir um hljómsveitina Jerkomaniacs er að hún spilaði pönk og var starfandi vorið 1999. Meðlimir sveitarinnar komu út hljómsveitunum Bootlegs og Stunu, og voru líklega þeir Álfur Mánason, Númi Björnsson og Sigurjón Baldvinsson (og e.t.v. fleiri). Sveitin starfaði í stuttan tíma.