Óbermi (1989)

Hljómsveitin Óbermi var starfandi 1999 á Blönduósi, tók þátt í Músíktilraunum það árið og var þá skipuð þeim Guðmundi Rey Davíðssyni söngvara og gítarleikara, Steindóri Sighvatssyni bassaleikara, Þorbirni Þór Emilssyni trommuleikara og Ólafi Tómasi Guðjónssyni söngvara og gítarleikara. Sveitin komst ekki í úrslit.