Hljómsveit Borgarness (1945-52)
Um sjö ára skeið eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari starfaði hljómsveit í Borgarnesi sem ýmist gekk undir nafninu Hljómsveit Borgarness eða Danshljómsveit Borgarness en hún var að öllum líkindum fyrsta starfandi hljómsveitin í bænum. Sveitin var stofnuð haustið 1945 og var tríó í byrjun, það voru þeir Sigurður Már Pétursson píanóleikari, Þorsteinn Helgason harmonikkuleikari og Reynir…
