Still stone (2004)

Hljómsveitin Still stone var skammlíf sveit, stofnuð upp úr Doctuz og starfaði 2004. Meðlimir voru líklega þeir Sævar Steinn Guðmundsson bassaleikari, Gabríel Markan Guðmundsson gítarleikari og Oddur Júlíusson söngvari og gítarleikari en auk þeirra var fiðluleikari í sveitinni, nafn hans er ekki kunnugt.