O´hara (1968-69)

Hljómsveitin O´hara var starfrækt innan Menntaskólans á Akureyri veturinn 1968-69. Fáar og litlar heimildir finnast um þessa sveit en líklega var um að ræða tríó þeirra Bergs Þórðarsonar (Bergs Thorberg), Níels Níelssonar og Ingólfs Steinssonar. Óskað er eftir frekari upplýsingum um O‘hara, s.s. um hljóðfæraskipan sveitarinnar.