Krossfield drengjakórinn (1995-2010)

Krossfield drengjakórinn var hljómsveit sem starfrækt var í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit á árunum í kringum síðustu aldamót, sveitin er í einni heimild að minnsta kosti kölluð Hljómsveit Ólafs Arngrímssonar. Krossfield drengjakórinn skipuðu áðurnefndur Ólafur Arngrímsson þáverandi skólastjóri á Stórutjörnum sem lék á hljómborð, Jaan Alavere kennari við skólann var hljómborðs-, harmonikku- og fiðluleikari, og Sigurður…

Hið borgfirska heimabrugg (1984-89)

Hljómsveitin Hið borgfirska heimabrugg (einnig nefnd Heimabrugg) var starfrækt í Bakkagerði á Borgarfirði eystra um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin lék á þeim tíma á flestum skemmtunum og dansleikjum í heimaþorpinu en einnig á þorrablótum og öðrum skemmtunum á Fljótsdalshéraði og víðar á Austfjörðum. Sveitina skipuðu þeir Ólafur Arngrímsson hljómborðsleikari og…

Frænka hreppstjórans (1990-2005)

Hljómsveit að nafni Frænka hreppstjórans starfaði um alllangt skeið að Laugum í Reykjadal þar sem hjónin Björn Þórarinsson skólastjóri tónlistarskólans á staðnum og Sigríður Birna Guðjónsdóttir tónlistarkennari bjuggu. Þau höfðu áður starfað með fjölda hljómsveita á Suðurlandi. Sveitin var stofnuð í árslok 1990 og var í upphafi tríó þeirra hjóna og Ólafs Arngrímssonar skólastjóra grunnskólans…