Hljómsveit Óla Thorsteinssonar (1941-47)

Vestur-Íslendingurinn Óli Thorsteinsson (Ólafur Steingrímur Þorsteinsson Thorsteinsson) starfrækti hljómsveit eða hljómsveitir á fimmta áratug síðustu aldar á Gimli í Manitoba í Kanada, sem virðist einkum hafa leikið á Íslendingadeginum sem haldinn var þar hátíðlegur í ágúst ár hvert. Þessi sveit lék að minnsta kosti tvívegis á þess konar hátíðum, árin 1941 og 1947 en fyrrnefnda…