Hots (1939-40)

Hljómsveit starfaði á Siglufirði árin 1939 og 1940 undir nafninu Hots en var líklega sama sveit og kölluð var Holtshljómsveitin. Þessi hljómsveit lék á einum af þeim veitinga- og skemmtistöðum sem buðu upp á dansleiki á síldarárunum á Siglufirði þar sem blómlegt en um leið svalltengt dansleikjahald átti sér stað, ekki liggur fyrir hvar þessi…

Afmælisbörn 21. janúar 2025

Á þessum degi koma sjö afmælisbörn við sögu: Svavar Knútur Kristinsson er fjörutíu og níu ára gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað sem trúbador en einnig sungið og spilað með hljómsveitum eins og Hraun!, Kaffi, Moonboots og Læðunum, nokkrar sólóplötur hafa aukinheldur komið út með honum. Svavar Knútur hefur verið í forsvari fyrir…

Hljómsveit Tage Möller (1938-40 / 1944-50)

Píanóleikarinn Tage Möller starfrækti tvívegis hljómsveitir í eigin nafni, annars vegar við upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari en hins vegar við lok styrjaldarinnar og eftir hana. Hljómsveit Tage Möller hin fyrri var líklega nær einvörðungu tengd alþýðuflokknum og verkalýðshreyfingunni en sveitin lék bæði á skemmtunum og dansleikjum tengt 1. maí hátíðarhöldum en einnig á uppákomum alþýðuflokksfélags Reykjavíkur…

Hljómsveit Óskars Cortes (1935-65)

Tónlistarmaðurinn Óskar Cortes starfrækti nokkrar vinsælar hljómsveitir á sínum tíma, flestar þeirra voru danshljómsveitir en hann var jafnframt einnig með strengjasveit í eigin nafni. Fyrstu sveitir Óskars störfuðu á Siglufirði en þangað fór hann fyrst sumarið 1935 ásamt Hafliða Jónssyni píanóleikara en sjálfur lék Óskar á fiðlu, síðar það sama sumar bættist Siglfirðingurinn Steindór Jónsson…

Hljómsveit Páls Dalman (1938)

Hljómsveit Páls Dalman starfaði í fáeina mánuði á Hótel Borg vorið og sumarið 1938. Svo virðist sem Páll Dalman hafi komið hingað til lands í mars 1938 frá Englandi ásamt tveimur enskum hljóðfæraleikurum en sjálfur var Páll af vestur-íslenskum ættum og hafði búið í Winnipeg, hann var trompetleikari en ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri…

Hljómsveit K.R. hússins (1936-39)

Á árunum 1936 til 39 starfaði hljómsveit sem virðist hafa verið eins konar húshljómsveit í K.R. húsinu en sveitin lék á þeim árum margsinnis þar undir nafninu Hljómsveit K.R. hússins. Svo virðist sem K.R. húsið hafi verið Báran (Bárubúð). Árið 1936 munu meðlimir sveitarinnar hafa verið þeir Óskar Cortes fiðlu- og saxófónleikari, Bjarni Guðjónsson trommuleikari,…

Hljómsveit Jack Quinet (1933-42)

Húshljómsveitir voru fastur liður á Hótel Borg á upphafsáratugum þess og er þeim gerð skil í sér umfjöllun undir Hljómsveit Hótel Borgar (Borgarbandið). Ein þeirra sveita og kannski sú þekktasta starfaði undir stjórn Bretans Jack Quinet en frá opnun hótelsins 1930 og allt til heimsstyrjaldarinnar síðari voru hljómsveitirnar að miklu leyti skipaðar erlendum tónlistarmönnum. Haustið…

Hljómsveit Hótel Þrastar (1945-47)

Hljómsveitir störfuðu innan Hótel Þrastar í Hafnarfirði um miðbik fimmta áratugar síðustu aldar í nafni hótelsins, upplýsingar um þær eru hins vegar af skornum skammti. Hótel Þröstur opnaði haustið 1945 en það hafði áður borið nafnið Hótel Björninn, fimm manna strengjasveit lék á hótelinu fyrst um sinn undir stjórn Óskars Cortes og reyndar var hún…

Hljómsveit Hótel Borgar (1930-50)

Saga hljómsveita Hótel Borgar er margþætt og flókin því að um fjölmargar sveitir er að ræða og skipaðar mörgum meðlimum sem flestir voru framan af erlendir og því eru heimildir afar takmarkaðar um þá, jafnframt störfuðu stundum tvær sveitir samtímis á hótelinu. Eftir því sem Íslendingum fjölgaði í Borgarbandinu eins og sveitirnar voru oft kallaðar…

Hljómsveit Hótel Íslands (1924-42)

Hljómsveitir sem léku á Hótel Íslandi sem staðsett var á horni Aðalstrætis og Austurstrætis (þar sem nú er Ingólfstorg) settu svip sinn á reykvískt tónlistarlíf en hótelið starfaði á árunum 1882 til 1944 þegar það brann til kaldra kola á örskammri stundu. Eftir því sem heimildir herma léku hljómsveitir léttklassíska tónlist síðari part dags og…

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar (1932-55)

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar er um margt merkileg hljómsveit eða öllu heldur hljómsveitir því í raun var um að ræða nokkrar sveitir skipaðar mismunandi mannskap hverju sinni og allt frá því að vera tríó og upp í fimmtán manna sveit. Hún var aukinheldur fyrsta danshljómsveit Íslands og að öllum líkindum fyrsta hljómsveit sinnar tegundar sem hafði…

Hljómsveit Carls Billich (1937-40 / 1947-57)

Hljómsveitir Carls Billich voru margar en segja má að tvær þeirra hafi haft hvað lengstan starfsaldur, aðrar sveitir í hans nafni virðast flestar vera settar saman fyrir verkefni eins og tónleika og leiksýningar, jafnvel fyrir stöku plötuupptökur en hljómsveitir í nafni Carls léku inn á fjölmargar hljómplötur á sjötta áratugnum. Austurríski píanóleikarinn Carl Billich kom…

Hljómsveit Gunnars Cortes (1950)

Haustið 1950 var SKT dansleikur í Góðtemplarahúsinu við Tjörnina auglýstur í blaðaauglýsingu með þeim orðum að Hljómsveit Gunnars Cortes léki fyrir dansi en aðeins einn Íslendingur bar þá nafnið Gunnar Cortes og var sá kunnur læknir. Nokkrar líkur eru því á að um villu sé hér að ræða og að þar hafi átt að standa…

Afmælisbörn 21. janúar 2024

Á þessum degi koma sex afmælisbörn við sögu: Svavar Knútur Kristinsson er fjörutíu og átta ára gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað sem trúbador en einnig sungið og spilað með hljómsveitum eins og Hraun!, Kaffi, Moonboots og Læðunum, nokkrar sólóplötur hafa aukinheldur komið út með honum. Svavar Knútur hefur verið í forsvari fyrir…