Hopeless regret (2004)

Hljómsveitin Hopeless regret var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 2004 en sveitin var fimm manna skipuð meðlimum á fermingaraldri. Meðlimir Hopeless regret voru bræðurnir Ásgeir Orri gítarleikari og Pálmi Ragnar trommuleikari Ásgeirssynir, Óskar Magnússon gítarleikari, Gunnar Már Þorleifsson söngvari og Loftur Einarsson bassaleikari. Sveitin sem sögð var leika melódískt harðkjarnarokk komst ekki í úrslit…

S.V.O. tríóið (1948)

S.V.O. tríóið starfaði á Flateyri í fáeinar vikur síðsumars 1948. Það voru Sveinn Hafberg [?], Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) harmonikku- og píanóleikari og Óskar Magnússon [?] sem skipuðu tríóið en nafn þess var myndað úr upphafsstöfum þeirra.