Hljómsveit Pálma Pálmasonar (1931-53)
Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem starfaði í Íslendingabyggðum í Winnipeg í Kanada um tuttugu ára skeið á fyrri hluta og um miðbik síðustu aldar undir nafninu Hljómsveit Pálma Pálmasonar. Fyrir liggur að sveitin starfaði fyrst árið 1931 og 32 og lék þá á skemmtunum Vestur-Íslendinga bæði á 17. júní og Íslendingahátíðum…
