Parrak (1987-88)
Dúettinn Parrak á Akureyri var stofnaður í árslok 1987 upp úr hljómsveitinni Parror sem þá hafði starfað þar í nokkra mánuði. Meðlimir Parraks voru þeir Steinþór Stefánsson bassaleikari (Fræbbblarnir, Q4U o.fl.) og Kristján Pétur Sigurðsson söngvari og gítarleikari (Kamarorghestarnir, Hún andar o.fl.). Sveitin starfaði aðeins í skamman tíma.
