Afmælisbörn 3. október 2025

Að þessu sinni eru sex tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorlákur (Hilmar) Kristinsson Morthens eða bara Tolli Morthens á sjötíu og tveggja ára afmæli í dag. Allir þekkja listmálarann Tolla en margir muna líka eftir tónlistarferli hans, hann gaf út plötuna The boys from Chicago ásamt hljómsveitinni Ikarus árið 1983 en platan var einmitt lokaverkefni…

Hljómsveit Rafns Sveinssonar (1961-)

Rafn Sveinsson (Rabbi Sveins) trommuleikari á Akureyri lék með fjöldanum öllum af hljómsveitum nyrðra og starfrækti einnig sveitir í eigin nafni. Fyrsta sveit Rafns var tríó sem sem starfaði haustið 1961 og gekk undir nafninu Tríó Rabba Sveins, engar upplýsingar er að finna um meðlimi þeirrar sveitar en svo virðist sem um stakt verkefni hafi…