Rapsódía (1976-79)

Á Akranesi var hljómsveit á áttunda áratugnum sem hét Rapsódía (iðulega nefnd Rabsódía í auglýsingum Morgunblaðsins). Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu lengi sveitin starfaði en hún var þó að minnsta kosti starfandi á árunum 1976 til 1979, hugsanlega þó með hléum. Sumarið 1979 var sveitin í pásu en ráðgert var þá að hún myndi…