Þrumugosar (1986-87)

Hljómsveitin Þrumugosar starfaði a.m.k. einn vetur, 1986-87, í Framhaldsskólanum að Laugum en nafn sveitarinnar var fengið úr bókunum um teiknimyndahetjuna Viggó viðutan. Þrumugosar voru Bjarni Ómar Haraldsson gítarleikari, Pétur Davíðsson söngvari og gítarleikari, Helgi Guðbergsson bassaleikari, Valgeir Sigurðsson hljómborðsleikari og Ragnar Z Guðjónsson trommuleikari. Þrumugosar kepptu í hljómsveitakeppni sem Ríkisútvarpið á Akureyri stóð fyrir vorið…

Þokkalegur moli (1988)

Hljómsveitin Þokkalegur moli var skammlíf norðlensk hljómsveit sem starfaði sumarið 1988 en hún var sett saman sérstaklega fyrir hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíðinni Ein með öllu á Melgerðismelum í Eyjafirði um verslunarmannahelgina, og sigraði reyndar þá keppni. Meðlimir sveitarinnar voru Bjarni Ómar Haraldsson söngvari og gítarleikari, Ragnar Z. Guðjónsson trommuleikari, Friðrik Þór Jónsson hljómborðsleikari,…