Hljómsveit hússins [2] (1980)

Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Sauðárkróki – líklega árið 1980, undir nafninu Hljómsveit hússins en sveitin spilaði hugsanlega aðeins einu sinni opinberlega. Meðlimir Hljómsveitar hússins voru þeir Reynir Kárason bassaleikari, Hörður Guðmundsson harmonikkuleikari, Haukur Þorsteinsson harmonikku- og saxófónleikari, Sigurgeir Angantýsson hljómborðsleikari [?], Sigurður Björnsson gítarleikari [?] og Jón Jósafatsson trommuleikari.

Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar (1971-2019)

Þær finnast varla langlífari hljómsveitirnar en Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar sem hefur reyndar runnið sitt skeið en starfaði í nærri því hálfa öld. Sveitin naut alla tíð mikilla vinsælda norðanlands en átti einnig löng tímabil þar sem landsmenn allir dönsuðu í takt við skagfirsku sveifluna eins og tónlist Geirmundar hefur verið kölluð frá því á níunda…