Afmælisbörn 7. janúar 2025

Enn og aftur er heimurinn fullur af tónlistartengdum afmælisbörnum: Kristján Hreinsson (Hreinsmögur) tónlistarmaður og tón- og textaskáld með meiru er sextíu og átta ára gamall á þessum degi. Fyrir utan að hafa samið mörg hundruð texta sem komið hafa út á plötum hefur Kristján gefið út fjölmargar plötur undir eigin nafni frá 1990. Stefán (Guðmundur)…

Hljómsveit Róberts Nikulássonar (um 1970-2010)

Harmonikku- og hljómborðsleikarinn Róbert Nikulásson á Vopnafirði starfrækti nokkrar hljómsveitir um ævina, líklega þá fyrstu nokkru fyrir 1970 og allt til 2010 – það var þó líklega fjarri því að vera samfleytt. Ekki liggur fyrir hvenær fyrsta hljómsveit Róberts starfaði en ekki mun hafa verið tiltækt trommusett fyrir trommuleikara sveitarinnar svo það var einfaldlega smíðað…