Roggkha-Roggkha-Drumm (1983-84)

Hljómsveitin Roggkha-Roggkha-Drumm (einnig ritað Roggkah-Roggkah-Dromm og Roggkha-Roggkha-Dromm) var eitt af hliðarverkefnum hópsins sem um þetta leyti var að byrja að starfa undir nafninu Kukl og átti síðar eftir að kalla sig Sykurmolana. Í sveitinni voru þau Einar Melax, Þór Eldon, Björk Guðmundsdóttir og Sjón, og starfræktu þau þessa sveit veturinn 1983-84 ásamt öðrum verkefnum.