Samkór Oddakirkju (1995-96)

Samkór Oddakirkju var skammlífur blandaður kór en hann var forveri Samkórs Rangæinga hins síðari, og reyndar sami kórinn. Kórinn var stofnaður út frá Kirkjukór Oddakirkju haustið 1995 en söngfólki víða að úr Rangárvallasýslu var bætt inn í hann. Það var Guðjón Halldór Óskarsson sem hafði frumkvæði að stofnun kórsins en hann var jafnframt stjórnandi hans.…