Orfeus [2] (um 1980)
Hljómsveitin Orfeus starfaði á Fáskrúðsfirði um eða fyrir 1980. Hljómsveitin Standard var stofnuð upp úr Orfeus 1980 en hún varð síðar að Eglu. Meðlimir Orfeusar voru þau Sandra Serle Lingard söngkona, Hallgrímur Bergsson píanóleikari, Ólafur Ólafsson bassaleikari, Óðinn Gunnar Óðinsson gítarleikari, Kristján Þorvaldsson orgelleikari (síðar ritstjóri Séð og heyrt), Brynjar Þráinsson trommuleikari, Árni Óðinsson gítarleikari…
