Hljómsveit Sigmundar Júlíussonar (1973-74)

Sigmundur Júlíusson harmonikkuleikari starfrækti hljómsveit sem sérhæfði sig í gömlu dönsunum en hún var húshljómsveit í Þórscafe frá því um vorið 1973 fram á haustið 1974. Engar frekari upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar fyrir utan að Sigmundur lék á harmonikku en Matthildur Jóhannsdóttir (Mattý Jóhanns) söng með sveitinni líklega mest allan tímann…

Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar (1959-66)

Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar var aðal hljómsveit Sauðkrækinga á sjöunda áratug síðustu aldar en hún var eins konar hlekkur á milli H.G. kvartetts Harðar Guðmundssonar og Falcon áður en Geirmundar þáttur Valtýssonar hófst. Sveitin lék á dansleikjum og var fastur liður í Sæluviku Skagfirðinga um árabil. Haukur Þorsteinsson stofnaði sveit sína líklega árið 1958 eða 59…

Þórsmenn [1] (1969-71)

Þórsmenn var hljómsveit starfandi á höfuðborgarsvæðinu um 1970 og mun hafa leikið mestmegnis á Keflavíkurflugvelli en einnig á skemmtistöðum eins og Þórscafé. Meðlimir sveitarinnar voru leiðtoginn Þór Nielsen söngvari og gítarleikari, Ólafur Benediktsson trommuleikari, Sigmundur Júlíusson [?] og Guðmann Kristbergsson bassaleikari. Helga Sigþórsdóttir og Kalla [?] Karlsdóttir sungu ennfremur með sveitinni sem gestasöngvarar í einhver…