Hljómsveit Hreggviðs Jónssonar (1983-89)
Harmonikkuleikarinn Hreggviður Jónsson frá Torfastöðum í Jökulsárhlíð starfrækti hljómsveit í eigin nafni á níunda áratug síðustu aldar, sveitin lék víða um austanvert landið og ýmsir komu við sögu hennar meðan hún starfaði. Hljómsveit Hreggviðs Jónssonar var stofnuð austur á Héraði haustið 1983 og starfaði hún líklega nokkuð óslitið til vorsins 1989 en þó kann að…
