Hljómsveit Illuga (1978-2001)

Hljómsveit Illuga Þórarinssonar á Húsavík er með langlífari ballhljómsveitum Þingeyinga en sveitin starfaði í um tuttugu og þrjú ár, reyndar gæti hún hafa verið starfandi enn lengur – það sérstæðasta við þessa sveit er þó að hún starfaði í áratug eftir andlát hljómsveitarstjórans. Hljómsveit Illuga mun hafa verið stofnuð haustið 1978 en stofnmeðlimir hennar voru…

Fjögur á palli [1] (2002)

Kvartettinn Fjögur á palli var settur saman fyrir uppfærslu á söngleiknum Þið munið hann Jörund, sem Leikfélag Húsavíkur setti á svið snemma á árinu 2002. Nafn sveitarinnar vísar auðvitað til þjóðlagasveitarinnar Þriggja á palli sem fluttu tónlistina í sams konar sýningu þremur áratugum fyrr. Meðlimir Fjögurra á palli voru þau Sigurður Illugason söngvari og gítarleikari…

Þríund [1] (1994-99)

Tríóið Þríund starfaði um árabil á Húsavík og lék á margs kyns skemmtunum og böllum nyrðra. Reyndar lék sveit með þessu nafni í nokkur skipti sunnan heiða á þessum en ekki er ljóst hvort um sömu sveit er að ræða. Það hlýtur þó að teljast líklegt. Meðlimir Þríundar voru bræðurnir Sigurður og Þórarinn Illugasyni gítar-…