Hvísl [1] (1985-2007)

Þjóðlagahljómsveit sem bar nafnið Hvísl starfaði á höfuðborgarsvæðinu um árabil, reyndar með hléum en þessi sveit lék töluvert á pöbbum auk þess að leika á tónlistarhátíðum erlendis. Það mun hafa verið Hilmar J. Hauksson sem stofnaði sveitina á fyrri hluta ársins 1985 og fékk til liðs við sig Sigurð Inga Ásgeirsson bassaleikara en sá hafði…

Hrím [3] (1981-85)

Þjóðlagahljómsveitin Hrím starfaði um nokkurra ára skeið á níunda áratugnum og sendi frá sér bæði plötu og kassettu, sveitin lék töluvert á erlendum vettvangi. Hrím var stofnuð haustið 1981 og var reyndar fyrst um sinn auglýst sem söngflokkur og starfaði e.t.v. sem slíkur framan af. Hópurinn taldi í upphafi fimm meðlimi en það voru þau…

Herbertstrasse (1992)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Herbertstrasse starfaði haustið 1992 og lék töluvert mikið á skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu og reyndar víðar um land. Meðlimir sveitarinnar voru gamalreyndir tónlistarmenni, þeir Herbert Guðmundsson söngvari (sem sveitin er kennd við), Sigurður Hannesson trommuleikari, Sigurður Ingi Ásgeirsson bassaleikari og Einar Vilberg söngvari og gítarleikari. Ein heimild greinir frá að sveitin…

Strengjasveitin (1979-80)

Ballhljómsveitin Strengjasveitin starfaði á Selfossi um nokkurra mánaða skeið 1979 til 80 en sveitin var stofnuð upp úr Óperu og Evrópu. Meðlimir Strengjasveitarinnar voru Einar M. Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Sigurjón Skúlason trommuleikari, Sigurður Ingi Ásgeirsson bassaleikari, Sævar Árnason gítarleikari og Ómar Þ. Halldórsson söngvari og hljómborðsleikari. Sveitin lék á nokkrum dansleikjum en hætti síðan…