Hljómsveit Önnu Vilhjálms (1969-70 / 1990-2002)

Söngkonan Anna Vilhjálmsdóttir starfrækti hljómsveitir í eigin nafni sem léku mikið á svokölluðum dansstöðum höfuðborgarsvæðisins á tíunda áratug síðustu aldar en hún hafði verið með vinsælustu söngkonum landsins á sjöunda áratugnum og hafði reyndar stofnað hljómsveit undir lok hans. Anna hafði notið vinsælda m.a. með hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og sungið inn á plötu með þeirri…

Við strákarnir [2] (1993)

Pöbbatríóið Við strákarnir léku síðsumars og haustið 1993 á fjölmörgum pöbbum á landsbyggðinni, m.a. í Grindavík, Stykkishólmi, Hveragerði og Flateyri en ekki liggur þó fyrir hvaðan þeir félagar gerðu út sveitina. Meðlimir tríósins voru Jakob Ingi Jakobsson sem lék á midi-harmonikku, Sigurður Már Ágústsson banjó- og rafgítarleikari og Teitur Guðnason kassagítarleikari og söngvari. Teitur hafði…