Hux (1995)

Strengjakvartett sem bar nafnið Hux kom við sögu á plötu hljómsveitarinnar Blome – The Third twin sem kom út árið 1995, ekki er ljóst hvort kvartettinn var starfandi eða hvort hann var sérstaklega settur saman eingöngu fyrir það verkefni. Hux skipuðu þau Una Sveinbjarnardóttir (fyrsti) fiðluleikari, Hrafnhildur Atladóttir (annar) fiðluleikari, Guðrún Hrund Harðardóttir lágfiðluleikari og…

Hróðmundur hippi (1992-93)

Hróðmundur hippi var hljómsveit úr Garðabæ og var nokkuð virk meðan hún starfaði, sem var á árunum 1992 og 93. Hróðmundur hippi var líkast til stofnuð 1992 og lék hún þá í nokkur skipti opinberlega bæði í heimabæ sínum en einnig t.d. á tónleikum ungsveita í félagsmiðstöðinni Fellahelli í Breiðholti. Ekki er að finna neinar…

SMS tríó [3] (2004)

Tríó sem sérhæfði sig í barokk tónlist frá Ítalíu og Þýskalandi hélt tónleika í Neskirkju haustið 2004 undir nafninu SMS tríó. Nafn tríósins var myndað úr upphafsstöfum þremenninganna en þeir voru Sigurgeir Agnarsson sellóleikari, Martin Frewer fiðluleikari og Steingrímur Þórhallsson orgelleikari. Þeir munu hafa leikið einungis á þessum einu tónleikum.