Karlakór Reykhverfinga (1938-44)
Karlakór var starfandi í Reykjahverfi í Þingeyjasýslu á fyrri hluta síðustu aldar. Karlakór Reykhverfinga var fámennur kór í fámennum hreppi, lengst af þó um tuttugu manns. Kórinn mun hafa verið starfræktur í um áratug en ekki liggja fyrir upplýsingar um nákvæmlega hvenær, þó er ljóst að hann starfaði á árunum 1938-44. Það mun hafa verið…
