Hávegur 1 (um 1981)

Hljómsveitin Hávegur 1 var angi af þeirri pönk- og nýbylgjuvakningu sem var í Kópavogi um og upp úr 1980. Hávegur 1 (sem var þáverandi heimilisfang Stefáns Grímssonar lífskúnstners sem var tengdur þessari vakningu) var stofnuð upp úr hljómsveitinni Nema lögreglan, og voru meðlimir sveitarinnar þeir Halldór Carlsson söngvari, Sigvaldi Elvar Eggertsson gítarleikari og söngvari og…

Nema lögreglan (1980-81)

Hljómsveitin Nema lögreglan starfaði í Kópavogi á tímum íslensks pönks og nýbylgju. Heimild um sveitina segir hana hafa innihaldið þá Halldór Carlsson söngvara, Sigvalda Elvar Eggertsson söngvara og gítarleikara, Stein Skaptason trommuleikara og Trausta Júlíusson bassaleikara, en í annarri heimild er Birgir Baldursson sagður vera trymbill sveitarinnar. Frekari upplýsingar óskast um meðlimi hennar. Hávegur 1…