Skít Puzz (1998)
Þeir Haukur Hrafn Þorsteinsson og Magnús B. Skarphéðinsson tölvumenn, báðir fimmtán ára gamlir, tóku þátt í Músíktilraunum vorið 1998 undir nafninu Skít Puzz. Dúóið komst ekki áfram í úrslit keppninnar og starfaði líklega ekki lengi eftir hana.
