Skógartríóið [1] (1954-55)

Skógartríóið starfaði á Akureyri um miðjan sjötta áratuginn, nánar tiltekið sumrin 1954 og 55 (e.t.v. lengur) og lék fyrra sumarið um helgar á dansleikjum í Vaglaskógi, hugsanlega kemur nafn tríósins þannig til. Einnig lék sveitin eitthvað á dansleikjum í Eyjafirðinum. Meðlimir Skógartríósins voru þeir Reynir Jónasson harmonikkuleikari, Gissur Pétursson píanóleikari og Rögnvaldur Gíslason trommuleikari.

Skógartríóið [2] (2001)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Skógartríóið sem kom fram á fjölskylduskemmtun á Skriðuklaustri haustið 2001. Að öllum líkindum var um að ræða einhvers konar hljómsveit sem þá hefur starfað á Héraði en hér mega lesendur gjarnan fylla í eyðurnar.